Sunday, March 23, 2014

Stundir


Ó hvað mig er farið að hlakka til þess að knúsa, eða vera knúsuð af þessum stúf. Þegar stundir sem þessar eru fangaðar er ekki hægt annað en finnast vænt um afurðirnar. Þó sú staðreynd blasi við mér að ég er þrútin og nýkvöknuð þarna - en hef sennilega bara gott af því að horfast í augu við mig;) Pabbi náði þessum myndum síðasta haust  - gamli leynir á sér ;) 
Það styttist í heimkomu enda er ég farin að ranka við mér í tölvuleikjaverslunum að bera saman verð og úrval með bræður mína í huga. Eitthvað sem ég stunda ekki dagsdaglega ;)  Það eru forréttindi að eiga að einstaklinga sem þú getur leyft þér að njóta að dekra við, ég hef hættulega þörf fyrir það. Svo ég ætli ég leyfi ekki nokkrum leikjum að laumast með í ferðatöskuna sem og 1D úrvals ímyndum fyrir uppáhalds gelgjuna mína. 16 dagar í heimkomu - ég ræð ekki við tímann, hann flýgur. 

No comments:

Post a Comment