Thursday, March 6, 2014

Hæ sól!

Það er vor í lofti! Síðustu dagar hafa því verið með eindæmum fínir! Mílanó er fallegri í sól! Ég dröslast því með myndavélina með mér hvert sem ég fer. Tókst þó á einhvern dularfullan hátt að glata myndunum sem ég hafði tekið síðustu tvo daga. Taldi mig vera búna að setja þær inní tölvuna og eyddi þeim því samviskusamlega útaf myndavélinni. Mappan var þó tóm þegar ég opnaði hana áðan. Var samt svo "heppin" að ég var með þessar fjórar merkismyndir opnar í photoshop hjá mér.. en restin er enn í felum. Ætla að reyna að gráta það ekki. 
Veðrið er fáránlega gott í dag. Ég ákvað þó að reyna að nota eyðuna á milli kennslustunda hjá mér til námslestur. Sú ákvörðun er ekki enn farinn að skora stig hjá mér... Kannski seinna.

Annars er það helst í fréttum að ég fór að horfa á Hart of Dixie og er því fallin fyrir þessu! Get reyndar ekki sagt að það hafi verið flókið ferli...reyndist auðveld bráð!

Kveðja úr sólinni,
ég.


1 comment:

  1. Þú hrífur mann endalaust með þessum yndismyndum...Langar að leggjast út í ferðalög... Takk, takk,takk...

    ReplyDelete