Friday, March 7, 2014

Friday, Friday, Friday

Föstudagur án allavega einnar sneiðar? Er varla föstudagur..
Þess vegna reyni ég að standa mig. Er svo heppin að þessar ljúffengu slææææsur ( hæ hrollur yfir orðavali, njótið) fást við hliðina á skólanum mínum. Kolvetni - Ljúft!Eftir að bekkurinn minn náði að bræða úr sér ásamt tölvunum í alltof heitri kennslustofu, að reyna að læra á photoshop ákváðum við að drífa okkur á pöbbarölt. Naviglio Grande varð fyrir valinu! Gæti vanist fleiri jakkadögum og sól! Sátum úti frameftir kvöldi og sötruðum kokteila og röltum svo svolítið um svæðið áður en ég reyndi að rata heim... Stefni á að ná að ganga allar götur Mílanó áður en ég fer heim í sumarfrí. Er alltaf með að minnsta kosti eina blöðru á fótunum, huggulegt. Næst á dagskrá er að rotast yfir sjónvarspsefni og nokkrum poppkornum. Snapshot frá kvöldinu:
Nóttina sykurfroður:*

(..jæks er dottin í vandræðilega kaldhæðni, vona að  dáleiðslu, töfrandi myndin mín hér til hliðar tali til ykkar ..held þetta sé gott í bili;)

No comments:

Post a Comment