Thursday, March 6, 2014

Svarthvítur dagur í Mílanó

Dagurinn reyndist ljúfur. Eftir að hafa reynt að læra og hunsa þá staðreynd að úti réðu 17°C ríkjum ákvað ég að gefa mig og rölta um borgina. Leit við á Triennale Designmuseum en safnið náði mér að mörgu leiti - virkilega bjart og fallegt, fullt af áhugaverðum contemporary art verkum. Endaði svo daginn á því að versla loksins inní matinn eftir að hafa ekki nennt að elda síðustu vikur. Að sjálfsögðu gekk ég svöng inní matvöruverslunina sem er uppskrift af því að fylla innkaupapokana. Þess vegna endaði ég á því að kippa með mér karmellupoka sem kallaði á mig við kassann, bera innkaupapokana 200m, stoppa, leggja pokana frá mér og verðlauna mig með karamellu. Uppskar sigg og örlítinn pirring á sjálfri mér! Hver elskar ekki of þungan pokaburð? 

Læt myndirnar tala enda hef ég ekki tíma í frekari orð.. Hart of Dixie bíður mín! Nóttina:*No comments:

Post a Comment