Sunday, March 23, 2014

Sunnudagur í Ölpunum


Yndislegur sunnudagur að baki - eyddi stærstum hluta hans í ítölsku Ölpunum. Þeir heilla mig! Þrátt fyrir að vera farin að venjast sólinni hér síðustu daga var notalegt að leyfa snjókornunum að bráðna á nefinu. Lofa myndum og frekari ævintýra lýsingum strax og heilastarfsemin er komin í þokkalegt lag hjá mér. Vottar nefnilega fyrir þreytu. Að ferðast með tveimur Rússum og einum Úkrana fylgir talsverð tímaáætlun en eins og ég nefndi hér áður var lagt snemma af stað í morgun;) Ég nældi mér því í góða fjóra tíma síðustu nótt. Ég og braselíski meistarinn vorum þó pollróleg í dag en hann hafði náð svipuðum svefni. Hefði seint ímyndað mér ferðalag með jafn fjölbreyttum hópi - virkilega áhugaverður dagur í alla staði :)  

Nóttina yndis.

No comments:

Post a Comment