Friday, March 14, 2014

Hey litla blóm...


,,Hey litla blóm, til hamingju með daginn, tuginn! 
Það er ekki laust við að ég sakni þín (ég sakna þín). Þar sem ég verð ekki til þess að stjana við þig í dag þá hefurðu það hér í staðinn, svart á hvítu: þú ert mér ómetanlegur. 
Ég hélt ég myndi seint kunna að meta hæfileika þinn til þess að pirra mig á núll einni, en í dag finnst mér meira að segja vænt um hann! Fáir sem þekkja mig jafn vel...svolítið sætt eiginlega bara  - Ét þetta ofan í mig næst þegar þú gerir mig brjálaða (þökkum fyrir að ég kem heim í apríl, er að detta í opinberlega væmni).
Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Njóttu dagsins kútur!
Þín, stóra systir."

No comments:

Post a Comment