Wednesday, March 12, 2014

via Quintiliano 40
Ég leit við á Lekker Market Special Edition og hafði mjög af. Ef, ef ég hefði verið ögn ríkari hefði ég auðveldlega getað hipsterað mig upp! Stóðst þó freistingarnar í þetta skiptið...
Ég var þó ekki síður heilluð af rýminu sem markaðurinn var haldinn í, gömul, yfirgefin verksmiðja. Það er eitthvað við yfirgefnar byggingar - svo ákafar að segja sögu sína að þú færð ekkert val, sagan er þín um leið og þú stígur inn fyrir. Ég gleymdi mér en vinir mínir sem voru ögn jarðtengdari sáu til þess að dvöldum þarna ekki of lengi....ég er því komin heim;)

Góða nótt:*

No comments:

Post a Comment