Tuesday, November 5, 2013

Starstruck


Eftir þrjá tíma í röð og dramatíska rigningu síðasta klukkutímann mætti Steve McCurry á svæðið. Fólk sem hafði staðið í sömu sporum síðustu klukkutímana bókstaflega truflaðist. Þessi yndislegur ítalski æsingur. Í framhaldinu tók við troðningur sem endaði með því að ekki allir sem höfðu mætt nógu snemma til að fá miða, komust inn. Hugsunin hafði víst verið að fyrstu 200 á svæðið kæmust á fyrirlestur McCurry. Ég var mjög heppin því þeir sem voru rétt á eftir mér í troðningum var ekki hleypt inn. Þið getið ímyndað ykkur rifrildrin. Gæti hafa lært nokkur ný ítölsk orð.

Steve McCurry heillaði mig enn meir, ef það var hægt. Fyrirlesturinn sem hann hélt var mjög góður, hann er merkilega mannlegur;) Ég varð smá starstruck. Gat því ekki annað en beðið hann um að árita ljósmyndabók sem ég átti eftir hann. Ég þurfti svo nánast að styðja vin minn út sem var við það að falla í yfirlið eftir að hafa tekið í hendina á McCurry og horft í augun á sjarmörnum. Mánudagur sem ég hélt að yrði hefðbundinn breyttist í ævintýr.

1 comment: