Wednesday, November 20, 2013

Street style


































Ég hef alla tíð séð lífið í römmum og er þakklát fyrir það. Ég er sífellt að taka myndir í huganum og sé eftir því ef ég missi af áhugaverðu ljósmyndaaugnabliki. Ég get gleymt mér við að horfa á hvernig ljósið leikur við andlitsdrætti fólks og einfaldir skuggar heilla mig. Að rölta um götur Ítalíu er því gott partí fyrir mér. Ég þarf því að berjast gegn því að fyllast ekki ofmetnaðarbrjálsemi, sætta mig við að það er ekki notalegt að búa á götunum og neyðist því, stundum, til þess að missa af fullorðnum mönnum á röltinu með pysluhundana sína. 

Á morgun á ég að mæta í skólann með nokkar mannlífsmyndir sem ég hef tekið síðustu vikur á götum borgarinnar. Þar sem ég var að renna í gegnum myndirnar ákvað ég að taka nokkrar saman og birta hér. Sumar hef ég þó birt áður í einhverri mynd. Vona að þið hafið haft gaman af því að renna í gegnum myndaflóðið, ég hafði allavega gaman af því að taka þær.  
Annars eru dagarnir að fara vel með mig. Líða hratt - nánast of hratt. En engum leiðist á meðan!


Ýtti svo óvart á play á þessu í dag, örugglega ómeðvitað - kvöldið versnaði ekki við það! :) Hafið það notalegt:* 



1 comment:

  1. Vel teknar myndir !! Love it og love you. Góða skemmtun í mílan dúlla

    ReplyDelete