Sunday, October 27, 2013

Grasaferð
Rakst á eina frá Íslandi


Ljósmynd í uppáhaldi

Ég fór með Jul( virkilega fín stelpa í bekknum mínum frá Afghanistan) á magnaða ljósmyndasýningu í Museo Minguzzi í Milanó. Sýningin ber heitið Wildlife Photographer of the Year og verður í gangi þar til 22 desember. Heimurinn sem við lifum í er endalaust áhugaverður, við megum ekki gleyma að það eru forréttindi að vera fær um að skoða hann! Mig klæjar enn í fingurna en á meðan ég stóð þarna og dáðist að ljósmyndunum langaði mig meira en lítið að breytast í rauðhærðan David Attenborough. Allavega Litla tré, finna fyrir náttúrunni(viðurkennum það, hún er ekki á næsta götuhorni hér í Mílanó)Lífið er ferðalag,  grasaferð – þar sem mosinn er minningar! Svo best er að tína skynsamlega...

*Myndirnar hér að ofan voru teknar á litla Canon Ixus garminn minn. Hann verður stundum að fá að duga þegar ég nenni ekki að bera gersemar. Vona samt að þið hafið fengið smá tilfinningu fyrir áhrifamiklu myndefni ljósmyndasýningarinnar.

1 comment:

  1. Fínt að hafa svona myndir til að mæna á þegar náttúruskortur fer að hrjá mann!

    ReplyDelete