Thursday, October 10, 2013

Way to the top...


Við Sólrún skelltum okkur upp þessar 500 og…tröppur og komumst á toppinn á Sankti Péturskirkju.  Ég er enn að rifna úr stolti yfir því að Sólrún hafi ekki snúið við á miðri leið en okkur var hugsað til móður hennar á leiðinni;)  Þetta eru ein þrengstu göng sem ég hef farið upp, halla helminginn af tímanum og eru svo troðin af fólki að veggirnir svitna. Á fimm mínútna fresti fríkar svo einhver hefðarfrúin út og treður sér til baka á móti straumnum, með drenglundaðan eiginmanninn í eftirdragi. Til að auka dramatískt andrúmsloftið tókst sakleysingja á undan okkur að missa vatnsflöskuna sína á meðan hann hvíldi lúin bein á einum af járnpöllunum á leiðinni.  Afleiðingarnar voru þær að allir sem voru viðstaddir héldu að dómsdagur væri runninn upp og stiginn væri að hrynja. Ég mun lengi muna svipinn á manninum fyrir framan mig. Krúttið. Útsýnið var þó hverrar tröppu virði! 

1 comment:

  1. Þetta var upplifun!
    En Jeremías hvað ég fékk mikinn hroll yfir að rifja upp þennan helvítis stiga!

    ReplyDelete